Tónlistin í náttúrunni

Síðustu jazz tónleikar sumarsins marka upphaf endaloka Listasumars í ár, en þótt endalokin nálgist er enn margt að sjá. Sýningin "Sprotar í myndlist" hangir enn uppi í Deiglunni, Arna Vals er ennþá "Í hljóði" og lotningu í Ketilhúsinu og Akureyrarvakan, hápunktur sumarsins, er stutt undan.

Á þessum síðasta Heita fimmtudegi sumarsins verður boðið upp á samspil náttúruljósmynda og jazztóna, en það er Kvartett Dorthe Höjland sem flytur okkur ljúflega inn í haustið. Tekið skal fram að tónleikarnir eru að þessu sinni haldnir í Ketilhúsinu og hefjast klukkan 21:30, að vanda. Aðgangseyrir er 1000 krónur og enn er hægt að kaupa afsláttarkort; sex tónleika á 3000 krónur sem nýtist einnig næsta sumar. veidimynd-x

Föstudagshádegistónleikarnir verða í Ketilhúsinu kl. 12:00 og bera  yfirskriftina "Frá norðri til suðurs". Hanna Friðriksdóttir sópran syngur og Jón Sigurðsson leikur undir á píanó. Aðgangseyrir er 1000 krónur.

Myndin hér til hliðar er ein af myndunum sem búast má við að verði sýndar á fimmtudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband