Walter Laufenberg

walterlaufenbergÞessa stundina dvelur rithöfundur í gestaíbúðinni í Davíðshúsi. Hann heitir Walter Laufenberg og kemur frá Þýskalandi. Walter hefur skrifað og gefið út yfir 20 skáldsögur og er vel þekktur í heimalandi sínu og víða um heim. Hann heldur úti tímariti á internetinu, og hefur gert síðustu 11 ár, sem fólk frá yfir 70 löndum heimsækir á degi hverjum. Slóðin þangað er www.netzine.de 

Næstkomandi fimmtudag verður lesin saga eftir Walter í íslenskri þýðingu, og sungin ljóð eftir Davíð Stefánsson í þýskri þýðingu Walters. Hjörleifur Hjartarson sér um sönginn og leikur undir á gítar.

Þessi viðburður verður í Populus Tremula klukkan 20:00 annað kvöld. Aðgangur er ókeypis og malpokar leyfðir eins og venjan er í húsinu. Eftir á gefst fólki færi á að ræða við rithöfundin, en samkvæmt reynslu þeirrar sem þetta ritar er það ákaflega gefandi og fróðlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband