Hafið þökk fyrir sumarið

Nú er 15. Listasumri á Akureyri lokið.

Í ár heimsóttu í kringum 3500 manns að minnsta kosti 25 sýningar og viðburði yfir 50 listamanna.

Einn af hápunktum sumarsins voru að sjálfsögðu lokin, en Akureyrarvakan var venju fremur glæsileg. Opnun á sýningunni "Skyldi' ég vera þetta sjálfur!", sem er samsýning 21 listamanns um Jónas Hallgrímsson, sló aðsóknarmet á fyrsta klukkutímanum og nú þegar hafa um 1000 manns sótt sýninguna sem stendur enn og mun standa til 23. september. Við mælum eindregið með því að fólk kíki við í Ketilhúsinu til að kynnast þeirri arfleifð sem Jónas lætur eftir sig því áhrif hans ná svo sannarlega að spanna stórt svið.

Við þökkum öllum sem sóttu hátíðina hjartanlega fyrir komuna og vonumst til að sjá ykkur flest aftur að ári.

Lifið heil!

Starfsfólk Listasumars.

thanks_graphics_04

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband