8.8.2007 | 16:56
Komið og njótið!
Aðsóknin á viðburði síðustu viku var með eindæmum góð. Myndir eru væntanlegar von bráðar. Við vonum að fólk hafi skemmt sér vel og bjóðum ykkur velkomin á tónleika vikunnar sem eru eftirfarandi:
- Heitur fimmtudagur í Deiglunni: Kvartett Ásgeirs Ásgeirssonar. Ólafur Jónsson á saxófón, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Þess má geta að tónleikarnir sem þeir félagar Erik Qvick og Þorgrímur Jónsson hafa leikið á í sumar slaga hátt í tíu. Þeir eru alltaf jafn hressir og þessir tónleikar verða án alls vafa nærandi fyrir líkama og sál. Miðaverð er 1000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:30. Látið ykkur ekki vanta!
- Föstudagshádegistónleikarnir: Þeir verða á sama stað og tíma og venjulega; Ketilhúsinu klukkan 12 á hádegi. Að þessu sinni mun Björg Þórhallsdóttir, sópran, syngja fyrir gesti og Daníel Þorsteinssonleika undir á píanó. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Íslensk rómantík". Og hvað er betra á síðsumri en einmitt íslensk rómantík? Þetta verður dásamlegt.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.