Tónleikar og tónleikar

bonsomEnn og aftur er sjóðheitur fimmtudagur í nánd. Að þessu sinni mun hljómsveitin Bon Som spila fyrir okkur. Hljómsveitina skipa þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Eyjólfur Þorleifsson á saxófón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Á myndinni má sjá hljómsveitina leika á útgáfutónleikum vegna disks sem þeir gáfu nýlega út, á skemmtistaðnum Domo á Þingholtsstræti í Reykjavík.


Síðustu Föstudagshádegistónleikar í Ketilhúsinu vöktu heilmikla athygli og var salurinn ekki lengi að fyllast eftir að húsið var opnað. Fólk var almennt himinlifandi með tónleikana enda var þar heimsklassa tónlistarfólk þar á ferð.

Tónleikarnir næsta föstudag eru ekki síðri en þá ætlar Dúóið Paradís að sýna listir sínar. Hafdís Vigfúsdóttir spilar á flautu og Krisján Karl Bragason leikur á píanó. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um það bil 50 mínútur. Það er fátt meira hressandi en að taka smá forskot á helgina gera sér glaðan dag strax í hádeginu á föstudögum. Fólk mætir síðan endurnært í vinnuna eftir hádegið og er enn betur í stakk búið að njóta helgarinnar en ella.

Miðaverð á tónleikana er 1000 krónur á hvorn og miðar eru seldir við innganginn.

Við minnum á sýningarnar sem opnaðar voru í Deiglunni og Ketilhúsi síðastliðinn laugardag. Þær standa enn og er opnunartíminn frá klukkan eitt til fimm alla daga nema mánudaga.

Verið hjartanlega velkomin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband