7.9.2007 | 12:50
Hafiđ ţökk fyrir sumariđ
Nú er 15. Listasumri á Akureyri lokiđ.
Í ár heimsóttu í kringum 3500 manns ađ minnsta kosti 25 sýningar og viđburđi yfir 50 listamanna.
Einn af hápunktum sumarsins voru ađ sjálfsögđu lokin, en Akureyrarvakan var venju fremur glćsileg. Opnun á sýningunni "Skyldi' ég vera ţetta sjálfur!", sem er samsýning 21 listamanns um Jónas Hallgrímsson, sló ađsóknarmet á fyrsta klukkutímanum og nú ţegar hafa um 1000 manns sótt sýninguna sem stendur enn og mun standa til 23. september. Viđ mćlum eindregiđ međ ţví ađ fólk kíki viđ í Ketilhúsinu til ađ kynnast ţeirri arfleifđ sem Jónas lćtur eftir sig ţví áhrif hans ná svo sannarlega ađ spanna stórt sviđ.
Viđ ţökkum öllum sem sóttu hátíđina hjartanlega fyrir komuna og vonumst til ađ sjá ykkur flest aftur ađ ári.
Lifiđ heil!
Starfsfólk Listasumars.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 16:14
Walter Laufenberg
Ţessa stundina dvelur rithöfundur í gestaíbúđinni í Davíđshúsi. Hann heitir Walter Laufenberg og kemur frá Ţýskalandi. Walter hefur skrifađ og gefiđ út yfir 20 skáldsögur og er vel ţekktur í heimalandi sínu og víđa um heim. Hann heldur úti tímariti á internetinu, og hefur gert síđustu 11 ár, sem fólk frá yfir 70 löndum heimsćkir á degi hverjum. Slóđin ţangađ er www.netzine.de
Nćstkomandi fimmtudag verđur lesin saga eftir Walter í íslenskri ţýđingu, og sungin ljóđ eftir Davíđ Stefánsson í ţýskri ţýđingu Walters. Hjörleifur Hjartarson sér um sönginn og leikur undir á gítar.
Ţessi viđburđur verđur í Populus Tremula klukkan 20:00 annađ kvöld. Ađgangur er ókeypis og malpokar leyfđir eins og venjan er í húsinu. Eftir á gefst fólki fćri á ađ rćđa viđ rithöfundin, en samkvćmt reynslu ţeirrar sem ţetta ritar er ţađ ákaflega gefandi og fróđlegt.
13.8.2007 | 11:59
Tónlistin í náttúrunni
Síđustu jazz tónleikar sumarsins marka upphaf endaloka Listasumars í ár, en ţótt endalokin nálgist er enn margt ađ sjá. Sýningin "Sprotar í myndlist" hangir enn uppi í Deiglunni, Arna Vals er ennţá "Í hljóđi" og lotningu í Ketilhúsinu og Akureyrarvakan, hápunktur sumarsins, er stutt undan.
Á ţessum síđasta Heita fimmtudegi sumarsins verđur bođiđ upp á samspil náttúruljósmynda og jazztóna, en ţađ er Kvartett Dorthe Höjland sem flytur okkur ljúflega inn í haustiđ. Tekiđ skal fram ađ tónleikarnir eru ađ ţessu sinni haldnir í Ketilhúsinu og hefjast klukkan 21:30, ađ vanda. Ađgangseyrir er 1000 krónur og enn er hćgt ađ kaupa afsláttarkort; sex tónleika á 3000 krónur sem nýtist einnig nćsta sumar.
Föstudagshádegistónleikarnir verđa í Ketilhúsinu kl. 12:00 og bera yfirskriftina "Frá norđri til suđurs". Hanna Friđriksdóttir sópran syngur og Jón Sigurđsson leikur undir á píanó. Ađgangseyrir er 1000 krónur.
Myndin hér til hliđar er ein af myndunum sem búast má viđ ađ verđi sýndar á fimmtudaginn.
8.8.2007 | 16:56
Komiđ og njótiđ!
Ađsóknin á viđburđi síđustu viku var međ eindćmum góđ. Myndir eru vćntanlegar von bráđar. Viđ vonum ađ fólk hafi skemmt sér vel og bjóđum ykkur velkomin á tónleika vikunnar sem eru eftirfarandi:
- Heitur fimmtudagur í Deiglunni: Kvartett Ásgeirs Ásgeirssonar. Ólafur Jónsson á saxófón, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Ţorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Ţess má geta ađ tónleikarnir sem ţeir félagar Erik Qvick og Ţorgrímur Jónsson hafa leikiđ á í sumar slaga hátt í tíu. Ţeir eru alltaf jafn hressir og ţessir tónleikar verđa án alls vafa nćrandi fyrir líkama og sál. Miđaverđ er 1000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:30. Látiđ ykkur ekki vanta!
- Föstudagshádegistónleikarnir: Ţeir verđa á sama stađ og tíma og venjulega; Ketilhúsinu klukkan 12 á hádegi. Ađ ţessu sinni mun Björg Ţórhallsdóttir, sópran, syngja fyrir gesti og Daníel Ţorsteinssonleika undir á píanó. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Íslensk rómantík". Og hvađ er betra á síđsumri en einmitt íslensk rómantík? Ţetta verđur dásamlegt.
Viđ vonumst til ađ sjá ykkur sem flest!
1.8.2007 | 16:05
Spennandi dagskrá
Hér er dagskrá nćstu daga. Akureyri er klárlega stađurinn til ađ vera á um Verslunarmannahelgina.
Fimmtudagurinn 2. ágúst:
- Heitur fimmtudagur verđur í Ketilhúsinu ađ ţessu sinni. Hin ofurvinsćla Ragnheiđur Gröndal ásamt hljómsveitinni Black Coffee spila og syngja fyrir gestina. Tónleikarnir hefjast sem fyrr klukkan 21:30 og ađgangseyrir er 1000 krónur. Ekki missa af ţessu!
Föstudagurinn 3. ágúst:
- Föstudagshádegistónleikar í Ketilhúsinu: Ađ ţessu sinni er ţađ hinn einstaki söngvari Heimir Bjarni Ingimarsson, baritón, sem viđ ţekkjum öll, sem ćtlar ađ gleđja okkur međ söng sínum. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur undir á píanó og ţađ verđur gaman ađ sjá hvort henni takist ađ slá annađ ađsóknarmet í sumar, nú međ Heimi sér viđ hliđ.
- Föstudagsfjör í Deiglunni: Klukkan 21:00 mun hljómsveitin Skrokkabandiđ stíga á stokk í Deiglunni og halda ţar 20 ára afmćlistónleika. Hljómsveitina skipa ţeir Kristján Pétur Sigurđsson og Haraldur Davísson ásamt hjálparsveit Populus Tremula.
Laugardagurinn 4. ágúst:
- Ketilhús kl. 14:00: Arna G. Valsdóttir opnar sýningu sína "Í hljóđi". Allir eru bođnir velkomnir. Sýningin stendur til 19. ágúst.
- Laxárvirkjun í Ađaldal kl. 15:00: Brasskvintett Norđurlands heldur tónleika. Í leiđinni er hćgt ađ skođa og njóta sýningarinnar "Lífströll" eftir Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur.
- Deiglan kl. 15:00: Sýningin "Sprotar í myndlist" opnar. Myndlistarkonurnar Ađalbjörg Kristjánsdóttir, Charlotta Ţorgilsdóttir, Inga Björk Harđardóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir og Unnur Óttarsdóttir, nýútskrifađir nemendur úr Myndlistaskólanum á Akureyri, sýna. Sýningin stendur til 19. ágúst.
Bćrinn verđur iđandi af lífi um Verslunarmannahelgina og nóg um ađ vera allsstađar. Viđ hvetjum sem flesta til ađ nota tćkifćriđ og njóta menningarinnar sem blómstar á Akureyri sem aldrei fyrr.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 16:35
Metađsókn á föstudagshádegistónleika!
Hinir klassísku ljóđatónleikar Eyrúnar Unnarsdóttur og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur á föstudaginn síđasta voru einstaklega vel heppnađir. Á annađ hundrađ manns mćttu og voru fagnađarlćtin svo mikil í lokin ađ ţćr urđu ađ gjöra svo vel ađ taka aukalag og svo annađ á eftir ţví.
Eyrún er á öđru ári í tónlistarskólanum í Vínarborg og á fjögur á eftir. Ef marka má viđtökurnar á föstudaginn er framtíđin björt hjá ţessum unga og upprennandi listamanni. Helga Bryndís Magnúsdóttir er flestum kunn, enda er hún einn af bestu píanóleikurum landsins, og saman tókst ţessum tveimur ađ slá ađsóknarmet á föstudagshádegistónleikana í sumar.
Viđ óskum ţeim stöllum til hamingju međ góđa tónleika og vonum ađ sem flestir haldi áfram ađ koma og fleiri bćtist í hópinn.
En nćsta vika verđur spennandi, meira um ţađ á morgun..
25.7.2007 | 16:48
Hin vikulega tilkynning
Jćja, tíminn flýgur áfram og nú er Listasumar hálfnađ. Viđ erum ţó enn á blússandi siglingu og viđburđirnir hlađast upp. Ţađ sem gerist á nćstunni er ţetta:
- Heitur fimmtudagur í Deiglunni: Ţađ eru ađ sjálfsögđu heitir tónleikar í Deiglunni annađ kvöld. Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur mun leika fyrir gesti. Sunna spilar sjálf á píanó, Scott McLemore á trommur og Ţorgrímur Jónsson á kontrabassa
- Föstudagshádegistónleikar: Tónleikarnir eru glćsilegir ađ vanda. Ţađ verđa Klassískir Ljóđatónleikar, hvorki meira né minna, ţar sem Eyrún Unnarsdóttir mezzósópran syngur og Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur undir á píanó.
Viđ hlökkum til ađ sjá ykkur.
21.7.2007 | 15:49
Nýjar myndir
Vildum benda á viđ bćtum reglulega viđ í myndaalbúmin hér til vinstri. Röđin á ţeim er ţessi:
- Jónsmessuhátíđin í Kjarnaskógi
- Heitir fimmtudagar í Deiglunni
- Föstudagshádegistónleikar í Ketilhúsi
- Sýningar
Njótiđ
17.7.2007 | 16:19
Tónleikar og tónleikar
Enn og aftur er sjóđheitur fimmtudagur í nánd. Ađ ţessu sinni mun hljómsveitin Bon Som spila fyrir okkur. Hljómsveitina skipa ţeir Andrés Ţór Gunnlaugsson á gítar, Eyjólfur Ţorleifsson á saxófón, Ţorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Á myndinni má sjá hljómsveitina leika á útgáfutónleikum vegna disks sem ţeir gáfu nýlega út, á skemmtistađnum Domo á Ţingholtsstrćti í Reykjavík.
Síđustu Föstudagshádegistónleikar í Ketilhúsinu vöktu heilmikla athygli og var salurinn ekki lengi ađ fyllast eftir ađ húsiđ var opnađ. Fólk var almennt himinlifandi međ tónleikana enda var ţar heimsklassa tónlistarfólk ţar á ferđ.
Tónleikarnir nćsta föstudag eru ekki síđri en ţá ćtlar Dúóiđ Paradís ađ sýna listir sínar. Hafdís Vigfúsdóttir spilar á flautu og Krisján Karl Bragason leikur á píanó. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um ţađ bil 50 mínútur. Ţađ er fátt meira hressandi en ađ taka smá forskot á helgina gera sér glađan dag strax í hádeginu á föstudögum. Fólk mćtir síđan endurnćrt í vinnuna eftir hádegiđ og er enn betur í stakk búiđ ađ njóta helgarinnar en ella.
Miđaverđ á tónleikana er 1000 krónur á hvorn og miđar eru seldir viđ innganginn.
Viđ minnum á sýningarnar sem opnađar voru í Deiglunni og Ketilhúsi síđastliđinn laugardag. Ţćr standa enn og er opnunartíminn frá klukkan eitt til fimm alla daga nema mánudaga.
Veriđ hjartanlega velkomin.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 10:45
Dagskrá vikunnar
Viđ ţökkum öllum sem heimsóttu skáldahúsin í gćr kćrlega fyrir komuna og viđkynninguna. Ţađ var gaman hversu margir létu sjá sig.
Dagskrá vikunnar er ekki af verri endanum, enda alltaf líf og fjör á Listasumri.
Fimmtudagur 12. júlí:
- Heitur fimmtudagur í Deiglunni: The Story of Modern Farming: Jessica Sligter, á hljómborđ, flautu og gítar, Louise Jensen á alt sax og Hilmar Jensson gestaleikari á gítar. Tónleikarnir hefjast kl. 21:30 og miđar og afsláttarkort verđa seld viđ innganginn. (Myndin er tekin af www.jessicasligter.com)
Föstudagur 13. júlí:
- Föstudagshádegistónleikar í Ketilhúsi kl. 12:00: "All American - Live from New York." Söngkvartett Metropolitan óperunnar í New York: Consande Green, sópran, Ellen Land, mezzo, Irwin Reese, tenór, John Shelhart, bass-baritón og Robert Rogers, píanó.
Laugardagur 14. júlí:
- Ketilhús kl. 14:00: Opnun á tveimur sýningum: Í ađalsal opna Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristina Bengtson sýninguna "Make it big or keep it simple". Á svölum opnar Bjargey Ingólfs sýninguna "Ţrćđir". Báđar sýningarnar standa til 29. júlí.
- Deiglan kl. 15:00: Opnun á sýningu myndverka Unu Berglindar Ţorleifsdóttur. Ţessi sýning stendur einnig til 29. júlí.
Ekki missa af neinu af ţessu!