Safnadagur í dag!

Viđ hvetjum alla sem hafa löngun til ađ minnast ţjóđskáldanna Davíđs Stefánssonar og Matthíasar Jochumssonar ađ heimsćkja húsin ţeirra í dag.

davidshusDavíđshús er ađ Bjarkarstíg 6. Ef keyrt er niđur Ţórunnarstrćti, rétt áđur en komiđ er ađ lögreglustöđinni, má sjá skilti á hćgri hönd sem vísar veginn ţangađ. Ţar er opiđ frá kl.13:00 til 14:30.

Sigurhćđir eru í brekkunni fyrir neđan Akureyrarkirkju. Ţađ er hćgtsigurhaedir ađ leggja bílnum sínum í Hafnarstrćti, til ađ mynda viđ gamla Tónlistarskólann og labba upp tröppurnar sem ţar eru. Eđa ganga kirkjutröppurnar (upp eđa niđur, fer eftir ţví í hvernig skapi fólk er) og beygja ţá til vinstri eđa hćgri (fer eftir ţví hvort fólk labbar upp eđa niđur tröppurnar) á lítinn stíg sem liggur ađ húsinu. Ţar er opiđ frá kl. 15:00 til 17:00.

Ţađ er algerlega og ađ öllu leyti ókeypis í söfnin í dag og kleinur og kaffi verđa í bođi hússins fyrir alla sem láta sjá sig.

Dagskrá Safnadagsins má finna hér.

Veriđ hjartanlega velkomin.  


Vel heppnuđ helgi og önnur slík framundan

Viđ erum alltaf ađ lćra eitthvađ nýtt. Andlegar framfarir fást ekki síst međ ţví ađ umgangast andans fólk og skapandi sálir og ţví mega ţađ teljast forréttindi ađ fá ađ njóta ávaxta hinna skapandi á sýningum og tónleikum eins og ţeim sem bođiđ er upp á, á Listasumri í sumar.

Síđasta fimmtudagskvöld var húsfylli í Deiglunni ţegar hljómsveitin Hrafnaspark, ásamt Grími Helgasyni á klarinett lét ljós sitt skína. Gleđin ljómađi út hverju andliti og vafalítiđ munum viđ sjá góđan hluta ţess fólks sem ţar var á tónleikunum, á Heitum Fimmtudegi annađ kvöld, en ţá mun hljómsveitin Narodna Musika leika búlgarska ţjóđlagatónlist fyrir gesti. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal á klarinett, Borislav Zgurovski á harmóníku, Enis Ahmed á tamboura, Ţorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur.

Haukur Gröndal hefur um árabil kynnt sér hina fjölbreyttu ţjóđlagatónlist Austur- Evrópu og býđst fólki nú ađ njóta ávaxta ţeirrar vinnu hans. Undirrituđ hvetur alla til ađ mćta á tónleikana ţví hún veit af eigin reynslu ađ fátt fćr lífiđ til ađ ţjóta eins um ćđarnar og vekur eins sterka löngun til ađ dansa og ţjóđlagatónlist frá Balkanskaganum.

01_07_07 003Á hádegistónleikunum síđustu lék hljómsveitin Pi-Kap fyrir gesti og voru allir sem á hlýddu á einu máli um ađ tónleikarnir hefđu veriđ yndislegir. Enginn ćtti ađ láta nćstu hádegistónleika fram hjá sér fara ţví ţá ćtla Hlöđver Sigurđsson, tenór og Ţórunn Marinósdóttir, sópran ađ syngja.

 

 

Hljómsveitin Pi-Kap í Ketilhúsinu. 

01_07_07 006Af síđasta viđburđi síđustu helgar er ţetta ađ segja: Fjölmargir voru viđstaddir opnun á málverkasýningu Jóhönnu Friđfinnsdóttur í Deiglunni á laugardag. Sýningin stendur til 8. júlí og ađ virđa hana fyrir sér er kjörin leiđ til ađ vekja ţá gleđi og kyrrđ sem býr innra međ okkur öllum.

Veriđ velkomin, viđ hlökkum til ađ sjá ykkur!

 

Gestir á opnuninni.


Jónsmessuhátíđin og dagskrá nćstu viku

Á laugardaginn var Jónsmessuhátíđ haldin í Kjarnaskógi. Ţar sýndu börnin sem tóku ţátt í barnasmiđjunum Ţjóđhetjur og -skörungar afrakstur vikunnar og margt fleira skemmtilegt átti sér stađ. Myndirnar birtast mjög fljótlega. 
Í ţessari viku ber ţetta ţó hćst:

Fimmtudagurinn 28. júní:

  • Heitur fimmtudagur í Deiglunni. Hljómsveitin Hrafnaspark leikur fyrir gesti, ásamt Grími Helgasyni á klarinett. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30.

Föstudagurinn 29. júní:

  • Hádegistónleikar í Ketilhúsi. Strengjakvartettinn Pi-Kap frá Tékklandi; Martin Kaplan, fiđla, Lenka Simandlová, fiđla, Miljo Milev, lágfiđla, Petr Pitra, selló og Eydís Franzdóttir gestaleikari á óbó. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00.

Laugardagurinn 30. júní:

  • Deiglan. Opnun á málverkasýningu Jóhönnu Friđfinnsdóttur klukkan 14:00. Sýningin stendur til 8. júlí


Listasumar komiđ á fullt

Listasumar var formlega sett viđ hátíđlega athöfn í Lystigarđinum síđast liđinn miđvikudag. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formađur stjórnar Akureyrarstofu setti hátíđina og svo tóku tveir Hundar í óskilum sig til og fluttu Gunnarshólma, eftir Jónas Hallgrímsson, frá upphafi til enda á frumlegan og heillandi hátt. Ţađ atriđi markađi upphaf ljóđasýningarinnar "Jónas í Lystigarđinum" sem standa mun í allt sumar.

Arna G. Valsdóttir sat á bekk einum í garđinum og seiddi til sín gesti og gangadi međ fögrum söng, en hún söng ljóđiđ Ferđalok eftir Jónas. Eins og vitađ er, er Ferđalok eitt frćgasta ástarljóđ okkar Íslendinga. Ekki er fráleitt ađ ćtla ađ einhverjir hafi orđiđ ástfangnir af Örnu ţarna í garđinum, svo vel tókst henni til viđ flutninginn.
arnasyngur
Arna G. Valsdóttir í fullum skrúđa.

Fjölmennt var á opnuninni og fólk gćddi sér á veitingum af gnćgtaborđi náttúrunnar og naut sín hiđ besta.
gnaegtabord3
Veđriđ var prýđilegt.

Í gćr gerđist tvennt:

Fyrstu jazztónleikar Deiglunnar voru haldnir. Hljómsveitin Jazz Sendibođarnir sýndu snilli sína og er óhćtt ađ segja ađ ţeir hafi slegiđ í gegn. Ţessi tónleikar eru ţeir fyrstu í röđinni á lengstu jazzhátíđ landsins, en fimmtudagarnir í Deiglunni verđa heitir í allt sumar.

Og sýning Leirlistafélags Íslands, "Vösumst", var opnuđ í Ketilhúsinu. Fjölmargir mćttu til ađ kynna sér ţađ heitasta í leirvasagerđ á Íslandi í dag. Sýningin verđur opin alla virka daga nema mánudaga frá eitt til fimm til 8. júlí.
leirlistaopnun
Gestir á opnuninni.

Gleđilegt listasumar, gott fólk og veriđ velkomin til Akureyrar.


AlheimsHREINgjörningur hinn ţriđji

annarichardsAnna Richards hefur hreingjört heiminn árum saman og ekki veitir af. Til ađ skila enn meiri árangri hefur hún síđustu ţrjú ár bođiđ konum og körlum víđs vegar ađ úr veröldinni ađ taka ţátt.

Nú er komiđ ađ ţriđja Alheimshreingjörningnum, ţar sem verk og gjörningar allra ţjóđa hreingjörningakvenna og karla koma saman og magna áhrifin. Í ár hefur hún fengiđ í liđ međ sér, auk annarra, Ragnhildi Gísladóttur, sem mun spinna rödd sína í fléttu viđ hreingjörning Önnu, Mardallarsystur Önnu, sem vinna ađ ţví ađ endurheimta týndan og falinn menningararf kvenna, sýna verk og leiđa helgan gjöning ţar sem gođin fornu verđa kölluđ til baka úr fossinum undir handleiđslu Valgerđar H. Bjarnadóttur.

Látiđ ţennan einstaka viđburđ ekki fara framhjá ykkur og mćtiđ á Ţorgeirskirkju viđ Ljósavatn í kvöld kl. 21:00.


Fyrsta vika listasumars

Veriđ velkomin á heimasíđu listahátíđarinnar Listasumar á Akureyri. Síđunni er ćtlađ ađ vera upplýsandi fyrir njótendur hátíđarinnar og verđur dagskrá hverrar viku fyrir sig fćrđ inn jöfnum höndum, ađ jafnađi í upphafi vikunnar. Hér til vinstri verđur komiđ fyrir tengli sem ber nafniđ "Viđburđir" og verđur ţar hćgt ađ  skođa dagskrá sýninga og viđburđa sem haldnir verđa á Akureyri og í nágrenni í sumar. Listasumar verđur sett ţann 20. júní og er dagskrá fyrstu vikunnar sem hér segir:

Mánudagurinn 18. júní:

·       "Ţjóđhetjur og -skörungar"; listasmiđjur fyrir börn í tengslum viđ Jónsmessuhátíđ:
~ Í smiđjunum í ár verđur unniđ útfrá Njálu í endursögn Brynhildar Ţórarinsdóttur. Hugmyndin er sú ađ börn og listamenn/vísindamenn/sérfrćđingar á ýmsum sviđum vinni saman ađ ţví ađ rannsaka samskipti og tengsl fólks ađ fornu og nýju. Smiđjurnar eru fyrir börn aldrinum 9 til 16 ára og ţeim lýkur međ sýningu í Kjarnaskógi í vikulokin. Börnunum stendur til bođa ađ vera hálfan daginn eđa allan daginn og er ţetta kjöriđ tćkifćri fyrir ţau ađ kynnast lífinu og listinni og örva sköpunargleđina. Skráning stendur enn yfir í síma 466 2609 eđa 824 6609.

 Miđvikudagurinn 20. júní:

 ·       Setning Listasumars í Lystigarđinum kl. 16:00: 
~ Opnun á ljóđasýningunni "Jónas í Lystigarđinum". Hundur í óskilum og Arna G. Valsdóttir flytja ljóđ eftir skáldiđ, Jónas Hallgrímsson, á sinn einstaka hátt. Ljóđasýningin stendur í allt sumar.

 Fimmtudagurinn 21. júní:

  ·       Opnun í Ketilhúsi kl. 17:00:
~ Sýning Leirlistafélags Íslands; "Vösumst". Sýningin stendur til 18. júlí.
 

 ·       Heitur fimmtudagur í Deiglunni kl. 21:30:
~ Jazz sendibođarnir hleypa lífi í Deigluna. Á trompet leikur Snorri Sigurđsson, Ólafur Jónsson á saxófón, Agnar Már Magnússon á trompet, Ţorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. 
 

Laugardagurinn 23. júní:

·       Jónsmessuhátíđ í Kjarnaskógi kl. 19:00 til 22:30:
~ Sýndur verđur afrakstur vinnustofanna “Ţjóđhetjur og -skörungar” sem stađiđ hafa yfir alla vikuna. Auk ţessa verđur ótal margt um ađ vera víđsvegar í skóginum og bođiđ verđur upp á grillmat. Kjöriđ tćkifćri til ađ fara međ fjölskylduna í skóginn og njóta lífsins í samfélagi viđ skapandi fólk.  


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband