Vel heppnuð helgi og önnur slík framundan

Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Andlegar framfarir fást ekki síst með því að umgangast andans fólk og skapandi sálir og því mega það teljast forréttindi að fá að njóta ávaxta hinna skapandi á sýningum og tónleikum eins og þeim sem boðið er upp á, á Listasumri í sumar.

Síðasta fimmtudagskvöld var húsfylli í Deiglunni þegar hljómsveitin Hrafnaspark, ásamt Grími Helgasyni á klarinett lét ljós sitt skína. Gleðin ljómaði út hverju andliti og vafalítið munum við sjá góðan hluta þess fólks sem þar var á tónleikunum, á Heitum Fimmtudegi annað kvöld, en þá mun hljómsveitin Narodna Musika leika búlgarska þjóðlagatónlist fyrir gesti. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal á klarinett, Borislav Zgurovski á harmóníku, Enis Ahmed á tamboura, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur.

Haukur Gröndal hefur um árabil kynnt sér hina fjölbreyttu þjóðlagatónlist Austur- Evrópu og býðst fólki nú að njóta ávaxta þeirrar vinnu hans. Undirrituð hvetur alla til að mæta á tónleikana því hún veit af eigin reynslu að fátt fær lífið til að þjóta eins um æðarnar og vekur eins sterka löngun til að dansa og þjóðlagatónlist frá Balkanskaganum.

01_07_07 003Á hádegistónleikunum síðustu lék hljómsveitin Pi-Kap fyrir gesti og voru allir sem á hlýddu á einu máli um að tónleikarnir hefðu verið yndislegir. Enginn ætti að láta næstu hádegistónleika fram hjá sér fara því þá ætla Hlöðver Sigurðsson, tenór og Þórunn Marinósdóttir, sópran að syngja.

 

 

Hljómsveitin Pi-Kap í Ketilhúsinu. 

01_07_07 006Af síðasta viðburði síðustu helgar er þetta að segja: Fjölmargir voru viðstaddir opnun á málverkasýningu Jóhönnu Friðfinnsdóttur í Deiglunni á laugardag. Sýningin stendur til 8. júlí og að virða hana fyrir sér er kjörin leið til að vekja þá gleði og kyrrð sem býr innra með okkur öllum.

Verið velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Gestir á opnuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband