Listasumar komið á fullt

Listasumar var formlega sett við hátíðlega athöfn í Lystigarðinum síðast liðinn miðvikudag. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu setti hátíðina og svo tóku tveir Hundar í óskilum sig til og fluttu Gunnarshólma, eftir Jónas Hallgrímsson, frá upphafi til enda á frumlegan og heillandi hátt. Það atriði markaði upphaf ljóðasýningarinnar "Jónas í Lystigarðinum" sem standa mun í allt sumar.

Arna G. Valsdóttir sat á bekk einum í garðinum og seiddi til sín gesti og gangadi með fögrum söng, en hún söng ljóðið Ferðalok eftir Jónas. Eins og vitað er, er Ferðalok eitt frægasta ástarljóð okkar Íslendinga. Ekki er fráleitt að ætla að einhverjir hafi orðið ástfangnir af Örnu þarna í garðinum, svo vel tókst henni til við flutninginn.
arnasyngur
Arna G. Valsdóttir í fullum skrúða.

Fjölmennt var á opnuninni og fólk gæddi sér á veitingum af gnægtaborði náttúrunnar og naut sín hið besta.
gnaegtabord3
Veðrið var prýðilegt.

Í gær gerðist tvennt:

Fyrstu jazztónleikar Deiglunnar voru haldnir. Hljómsveitin Jazz Sendiboðarnir sýndu snilli sína og er óhætt að segja að þeir hafi slegið í gegn. Þessi tónleikar eru þeir fyrstu í röðinni á lengstu jazzhátíð landsins, en fimmtudagarnir í Deiglunni verða heitir í allt sumar.

Og sýning Leirlistafélags Íslands, "Vösumst", var opnuð í Ketilhúsinu. Fjölmargir mættu til að kynna sér það heitasta í leirvasagerð á Íslandi í dag. Sýningin verður opin alla virka daga nema mánudaga frá eitt til fimm til 8. júlí.
leirlistaopnun
Gestir á opnuninni.

Gleðilegt listasumar, gott fólk og verið velkomin til Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband