9.7.2007 | 10:45
Dagskrá vikunnar
Við þökkum öllum sem heimsóttu skáldahúsin í gær kærlega fyrir komuna og viðkynninguna. Það var gaman hversu margir létu sjá sig.
Dagskrá vikunnar er ekki af verri endanum, enda alltaf líf og fjör á Listasumri.
Fimmtudagur 12. júlí:
- Heitur fimmtudagur í Deiglunni: The Story of Modern Farming: Jessica Sligter, á hljómborð, flautu og gítar, Louise Jensen á alt sax og Hilmar Jensson gestaleikari á gítar. Tónleikarnir hefjast kl. 21:30 og miðar og afsláttarkort verða seld við innganginn. (Myndin er tekin af www.jessicasligter.com)
Föstudagur 13. júlí:
- Föstudagshádegistónleikar í Ketilhúsi kl. 12:00: "All American - Live from New York." Söngkvartett Metropolitan óperunnar í New York: Consande Green, sópran, Ellen Land, mezzo, Irwin Reese, tenór, John Shelhart, bass-baritón og Robert Rogers, píanó.
Laugardagur 14. júlí:
- Ketilhús kl. 14:00: Opnun á tveimur sýningum: Í aðalsal opna Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristina Bengtson sýninguna "Make it big or keep it simple". Á svölum opnar Bjargey Ingólfs sýninguna "Þræðir". Báðar sýningarnar standa til 29. júlí.
- Deiglan kl. 15:00: Opnun á sýningu myndverka Unu Berglindar Þorleifsdóttur. Þessi sýning stendur einnig til 29. júlí.
Ekki missa af neinu af þessu!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn! Hvað kostar miðinn á söngkvartett Metrópolitan operunnar? Kveðja Valdís E. P.
Valdís Eyja Pálsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 11:41
Sæl Valdís.
Það kostar 1000 kr. inn á tónleikana.
Bestu kveðjur.
Listasumar á Akureyri, 12.7.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.