Spennandi dagskrá

Hér er dagskrá næstu daga. Akureyri er klárlega staðurinn til að vera á um Verslunarmannahelgina.

Fimmtudagurinn 2. ágúst:

  • Ragnheidur_GrondalHeitur fimmtudagur verður í Ketilhúsinu að þessu sinni. Hin ofurvinsæla Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveitinni Black Coffee spila og syngja fyrir gestina. Tónleikarnir hefjast sem fyrr klukkan 21:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur. Ekki missa af þessu!

 

 

 

Föstudagurinn 3. ágúst:

  • Föstudagshádegistónleikar í Ketilhúsinu: Að þessu sinni er það hinn einstaki söngvari Heimir Bjarni Ingimarsson, baritón, sem við þekkjum öll, sem ætlar að gleðja okkur með söng sínum. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur undir á píanó og það verður gaman að sjá hvort henni takist að slá annað aðsóknarmet í sumar, nú með Heimi sér við hlið.
  • Föstudagsfjör í Deiglunni: Klukkan 21:00 mun hljómsveitin Skrokkabandið stíga á stokk í Deiglunni og halda þar 20 ára afmælistónleika. Hljómsveitina skipa þeir Kristján Pétur Sigurðsson og Haraldur Davísson ásamt hjálparsveit Populus Tremula.

Laugardagurinn 4. ágúst:

  • Ketilhús kl. 14:00: Arna G. Valsdóttir opnar sýningu sína "Í hljóði". Allir eru boðnir velkomnir. Sýningin stendur til 19. ágúst.
  • brassplakat_copyLaxárvirkjun í Aðaldal kl. 15:00: Brasskvintett Norðurlands heldur tónleika. Í leiðinni er hægt að skoða og njóta sýningarinnar "Lífströll" eftir Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur.

 

 

 

 

  • sprotar_plakatfixDeiglan kl. 15:00: Sýningin "Sprotar í myndlist" opnar. Myndlistarkonurnar Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Charlotta Þorgilsdóttir, Inga Björk Harðardóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir og Unnur Óttarsdóttir, nýútskrifaðir nemendur úr Myndlistaskólanum á Akureyri, sýna. Sýningin stendur til 19. ágúst.

 

 

 

Bærinn verður iðandi af lífi um Verslunarmannahelgina og nóg um að vera allsstaðar. Við hvetjum sem flesta til að nota tækifærið og njóta menningarinnar sem blómstar á Akureyri sem aldrei fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband