8.7.2007 | 11:12
Safnadagur í dag!
Við hvetjum alla sem hafa löngun til að minnast þjóðskáldanna Davíðs Stefánssonar og Matthíasar Jochumssonar að heimsækja húsin þeirra í dag.
Davíðshús er að Bjarkarstíg 6. Ef keyrt er niður Þórunnarstræti, rétt áður en komið er að lögreglustöðinni, má sjá skilti á hægri hönd sem vísar veginn þangað. Þar er opið frá kl.13:00 til 14:30.
Sigurhæðir eru í brekkunni fyrir neðan Akureyrarkirkju. Það er hægt að leggja bílnum sínum í Hafnarstræti, til að mynda við gamla Tónlistarskólann og labba upp tröppurnar sem þar eru. Eða ganga kirkjutröppurnar (upp eða niður, fer eftir því í hvernig skapi fólk er) og beygja þá til vinstri eða hægri (fer eftir því hvort fólk labbar upp eða niður tröppurnar) á lítinn stíg sem liggur að húsinu. Þar er opið frá kl. 15:00 til 17:00.
Það er algerlega og að öllu leyti ókeypis í söfnin í dag og kleinur og kaffi verða í boði hússins fyrir alla sem láta sjá sig.
Dagskrá Safnadagsins má finna hér.
Verið hjartanlega velkomin.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.